Aðsend Jólasaga - „Anna litla og tuskudúkka“ | Rúnar Kristjánsson
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
26.12.2024
kl. 13.00
Anna litla sat úti í einu horninu á litlu lóðinni kringum húsið og lék sér með tuskudúkkuna sína. Það var sólskin og blíða og hún var þarna ein að dunda sér. Henni fannst svo mikils virði að fá að vera í friði með sín hugðarefni. Það var svo sjaldan hægt að fá frið, því systkinin voru mörg og oft svo hávaðasamt á heimilinu. Eldri bræður hennar þóttust orðnir heilmiklir karlar og litu á hana sem smábarn og stóra systir gat stundum verið svo mikil skessa við hana. Önnu litlu fannst hún oft vera ein í heiminum. Það var eins og enginn skildi hana eða vildi gefa sér tíma til að sinna henni.
Meira