Fréttir

Stólarnir tóku fyrsta sigurinn í einvíginu gegn Keflvíkingum

Það reyndist raunin, líkt og Feykir hafði bent á í morgun, að Keflvíkingar voru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir mættu brattir til leiks í Síkinu í kvöld í fyrstu rimmu deildarmeistara Tindastóls og Suðurnesjapiltanna í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Eftir sveiflukenndan leik þá var það loks í blálokin sem Stólarnir tryggðu sér sigurinn eftir að gestirnir höfðu leitt með fjórum stigum í hálfleik. Lokatölu 94-87 og næst liggur leiðin í Keflavíkina.
Meira

Sögur og sagnir af Skaga og upp til heiða og dala

Skagabyggð fékk á árinu 2024 styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til að safna og taka upp á stafrænt form ýmsar sagnir og fróðleik sem nota mætti í sögutengda ferðaþjónustu. Starfshópur á vegum Skagabyggðar og síðan Húnabyggðar eftir sameiningu, tók upp töluvert efni í viðtölum við fólk sem hafði sögu að segja og fróðleik að miðla.
Meira

Úrslitakeppnin hjá strákunum hefst í Síkinu í kvöld

Meira

Það fer hlýnandi þrátt fyrir hvíta jörð í morgun

Það slyddar eða snjóar hér á Norðurlandi vestra fyrri part dags og jörð víðast hvar hvít þegar íbúar opnuðu augun í morgunsárið. Snjóþekja er víða á vegum, skyggni sums staðar ekki gott og því æskilegt að fara að öllu með gát. Unnið er að mokstri á Öxnadalsheiði en færð er fín í Vestur-Húnavatnssýslu þó reikna megi með hálfkublettum. Það dregur úr úrkomunni þegar líður að hádegi.
Meira

Ljóðasöngur í Árskóla

Á heimasíðu Árskóla segir af því að Alfreð Guðmundsson, kennari við skólann, hafi gefið út skemmtilega ljóðabók, Dýrin á Fróni, með vísum sem hann orti um íslensku dýrin. Síðastliðinn mánudag mættu hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, sem skipa tvíeykið Dúó Atlantico, í Árskóla og fluttu ljóðin fyrir nemendur mið- og yngsta stigs.
Meira

Fáliðaðar Stólastúlkur áttu ekki roð í Íslandsmeistarana

Úrslitakeppnin í Bónus deild kvenna hófst í gærkvöldi og lið Tindastóls sótti þá Íslandsmeistara Keflavíkur heim. Israel og Hlynur mættu með aðeins átta stúlkur til leiks en meðal annars vantaði bæði Ilze og Rannveigu í hópinn en þær voru veikar. Heimaliðið byrjaði vel og hleypti gestunum í raun aldrei inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 46-33 en lokatölur 91-62.
Meira

Landsmenn hvattir til að koma sér upp viðlagakassa

Það er mikilvægt að öll heimili landsins geti komist af í að minnsta kosti 3 daga ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar. Við þurfum að búa okkur undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti 3 daga.
Meira

Sigur í æfingaleik gegn FH í frumraun bandarísku stúlknanna

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hefur samið við þrjár bandarískar stúlkur um að leika með liðinu í sumar. Það eru Grace Pettet sem er örvfættur varnarmaður, framherjinn Makala Woods og markvörðurinn Genevieve Crenshaw en hún er reyndar enn ekki kominn með leikheimild þó Donni þjálfari sé bjartsýnn á að það styttist í það. Áður var búið að segja frá því að hin þýska Nicole Hauk væri genginn til liðs við lið Tindastóls.
Meira

Íbúasamráð um sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Verkefnisstjórn um óformlegar viðræður um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar til íbúafunda í Dalabúð þann 8. apríl kl. 17:00-19:00 og í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 9. apríl kl. 17:00-19:00.
Meira

Hljómbrá á Löngumýri

Tríóið Hljómbrá sem skipað er „brussunum úr Blönduhlíðinni“ þeim Gunnu í Miðhúsum, Kollu á Úlfstöðum og Írisi Olgu í Flatatungu heldur sína fyrstu tónleika á Löngumýri, þriðjudaginn 1. apríl kl. 20.00.
Meira