Fréttir

"Finnst mjög gaman að skapa fyrir barnabörnin"

Helga Þorbjörg Hjálmarsdóttir fædd og uppalinn á Tunguhálsi ll í Tungusveit býr með Guðmundi Guðmundssyni frá Fossum í Svartárdal á Lækjarbrekku á Steinsstöðum. Þau byggðu sér hús þar árin 1994-1995 og ólu upp sín fjögur börn sem öll eru flogin úr hreiðrinu, eiga sjö barnabörn og eitt á leiðinni. Helga starfar sem stuðningsfulltrúi í Varmahlíðarskóla og við heimaþjónustu í Skagafirði.
Meira

Aðsend Jólasaga - „Anna litla og tuskudúkka“ | Rúnar Kristjánsson

Anna litla sat úti í einu horninu á litlu lóðinni kringum húsið og lék sér með tuskudúkkuna sína. Það var sólskin og blíða og hún var þarna ein að dunda sér. Henni fannst svo mikils virði að fá að vera í friði með sín hugðarefni. Það var svo sjaldan hægt að fá frið, því systkinin voru mörg og oft svo hávaðasamt á heimilinu. Eldri bræður hennar þóttust orðnir heilmiklir karlar og litu á hana sem smábarn og stóra systir gat stundum verið svo mikil skessa við hana. Önnu litlu fannst hún oft vera ein í heiminum. Það var eins og enginn skildi hana eða vildi gefa sér tíma til að sinna henni.
Meira

Héldu glöð, ánægð og hrærð út í kvöldhúmið

Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls lagði land undir fót í aðdraganda aðventu í byrjun nóvember og hélt til Þýskalands til að syngja á menningarnótt í Rheinsberg þar í landi. Ferðin var farin ári á eftir áætlun og Feykir hafði samband við Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri og bað hann að segja okkur ferðasöguna.
Meira

Fyrst New York Times og nú Feykir

Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir er fædd á Landsspítalanum að morgni 27. júlí 1955 og flaug sína fyrstu flugferð tíu daga gömul til Sauðárkróks, með kjörforeldrum sínum, en hún er kjördóttir þeirra Jóhanns Sólbergs Þorsteinssonar mjólkursamlagsstjóra og Áslaugar Sigfúsdóttur og hefur verið Sauðkrækja síðan. Ragnheiður segist þurfa að búa á landsbyggðinni og bjó lengi í Borgarnesi og svo Mosfellsbæ áður en hún flutti á Hvammstanga þar sem hún býr í dag með manni sínum Guðmundi Hauki Sigurðssyni.
Meira

Gleðileg jól

Steikin inn í ofninum og spennan stöðugt vex, allir bíða eftir því að klukkan slái sex, eins og segir í textanum, nú þarf ekki lengur að bíða þess og óskar Feykir lesendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með kærri þökk fyrir það liðna. 
Meira

Morgunblaðið ekki dreift í fyrramálið á Norðurlandi vestra

Það hefur ekki farið framhjá neinum að á Norðurlandi vestra hefur verið slæmt veður í dag og í kvöld. Samkvæmt veðurspánni þá á þetta að ganga niður í nótt en tekur sig svo upp aftur annað kvöld og á að standa yfir til kl. 17 á jóladag. Mbl sagði frá því fyrr í kvöld að Holtavörðuheiði væri lokuð sökum þess að tvær rútur væru þar í vandræðum og að hugsanlega væru einhverjir fólksbílar líka í vandræðum. Björgunarsveitir úr Húnavatnssýslunum og uppsveitum Borgarfjarðar voru kallaðar út til að aðstoða fólk og vill lögreglan á Norðurlandi vestra brýna fyrir ökumönnum að leggja ekki af stað án þess að kanna fyrst aðstæðu á vef Vegagerðarinnar.
Meira

Karlakórar í eðli sínu íhaldssöm fyrirbæri

Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu áramótatónleika í Miðgarði laugardagskvöldið 28. desember næstkomandi. Feykir heyrði í Atla Gunnari Arnórssyni formanni kórsins til þess að forvitnast um það hvernig undirbúningur gengi og hvað yrði á boðstólunum á tónleikunum að þessu sinni.
Meira

Sögumaður gefur út sögu

Magnús Ólafsson gaf nýverið út bókina Öxin, Agnes & Friðrik sem fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi sem framkvæmd var á Þrístöpum í landi Sveinsstaða í Austur-Húnavatnssýslu. Feykir hafði samband við Magnús og forvitnaðist aðeins um nýútkomna bók og lífið
Meira

Húnabyggð hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir uppbyggingu við Þrístapa

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2024 koma í hlut Húnabyggðar fyrir uppbyggingu við Þrístapa en verkefnið var á höndum Húnavatnshrepps áður en sveitarfélögin sameinuðust. Þrístapar er menningarsögulegur ferðamannastaður og þar er að finna síðasta aftökustaðinn á Íslandi. Aftakan fór fram þann 12. janúar 1830 þegar þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru hálshöggvin. Sagan hefur verið vinsælt viðfangsefni, bæði í skáldsögum og kvikmynd, eins og Húnvetningar flestir þekkja, segir á huni.is. 
Meira

Gul veðurviðvörun!

Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á slæmri veðurspá næstu daga. Gul veðurviðvörun tók gildi kl.04.00 í nótt, aðfaranótt þorláksmessu, og er til 10.00 í dag. Aftur brestur á með gulri viðvörun kl.19.00 í kvöld og er fram á aðfaranótt aðfangadags. Suðaustan 15-23 m/s með vindhviðum allt að 35-40 m/s við fjöll. Sum sé varasamt ferðaveður á milli landshluta.
Meira